Upphækkuð gangbraut við hringtorg á Dalvegi við Dalsmára. Gangbrautarljós Lækjarsmáramegin yfir Dalveg að Smáratorgi.
Undirgöngin sem eru þarna stutt frá þjóna íbúum Smárahverfis ekki neitt. Það hefur alveg sýnt sig í gegnum árin, fólk notar alltaf stystu mögulegu leið sem er í boði. Að ganga yfir þessa gangbraut eins og hún er í dag getur verið stórhættulegt þar sem akbrautin er 2+2. Ég hef margoft orðið vitni að næstum-því slysum þarna.
Upphækkuð gangbraut við hringtorg á Dalvegi við Dalsmára. Gangbrautarljós Lækjarsmáramegin yfir Dalveg að Smáratorgi.
😁
Þessi gönguljós eru myndi ég segja alveg rosalega mikilvæg ! Umferðin þarna er gífurleg ! Og að reyna komast þarna yfir fjórar akreinar er bara mjög erfitt og bílarnir ófúsir að stoppa .ef það var hægt að setja ljós efst á Dalveginn hjá gróðrarstöðinni þá eru þessi ljós algerlega næst á dagskrá.. þessi gönguljos frá dalssmara yfir Dalveg í átt að smaratorgi verða að koma fyrir okkur öll ,gamla fólkið og börnin líka sem fara mikið þarna yfir og eru í stórhættu
Það eru göng undir Dalveg steinsnar frá og mér hafa fundist ökumenn sérlega tillitssamir þarna.
Þarna er mikill hraði oft á ökutækjum. Jafnvel hættulegt fyrir börn ef eitt ökutæki stoppar og hitt á akreininni við hliðiná stoppar ekki
Mjög þarft, þar sem gangbrautin er alveg við útafaksturinn út úr hringtorginu
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation