
Við íbúar að Suðurgötu 78 leggjum til þá hugmynd að sett yrðu falleg jólaljós á risavaxið grenitré, svipað því sem er á Hamrinum og í garði Suðurgötu 9, sem er í garði okkar sem snýr að Strandgötu og allir bæjarbúar gæti notið í vetur. Teljum við að það myndi vera fallegt framhald af skreytingum miðbæjarins Fyrir hönd Húsfélags Suðurgötu 78, Kristín Guðmundsdóttir, Gjaldkeri húsfélagsins
Við íbúar Suðurgötu 78 teljum að jólaskreyting í tréi þessu myndi gleðja íbúa Hafnarfjarðarbæjar sem langflestir eiga leið hjá garðinum og myndi sóma sér vel sem lokapunktur “jólamiðbæjarins” og lýsa upp skammdegið á fallegan máta
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation